Tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um leikvelli algildrar hönnunar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um leikvelli algildrar hönnunar, dags. 10. júní 2021, sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs, dags. 18. júní 2021:    
Svar

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beinir því til skipulags- og samgönguráðs að láta yfirfara gátlista fyrir leiksvæði og opin svæði sem er hafður til hliðsjónar við hönnun og framkvæmd svæðanna og bæta inn atriðum til að tryggja að svæðin uppfylli hugmyndafræði algildrar hönnunar. Lagt er til að við hönnun og/eða breytingar á leikvöllum, fjölskyldurýmum eða opnum svæðum í borgarlandinu verði ávallt litið til hugmyndafræði algildrar hönnunar (Universal Design). Er þar meðal annars átt við að svæðin og leiktækin sem valin eru henti sem flestum hópum óháð aldri og fötlun. Við hönnun og útfærslu verði haft í huga að leita lausna í takt við Græna planið svo sem umhverfisvæn leiktæki og að hugað verði að kolefnisfótspori og endurnýtingu efnis.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lögð er fram á fundi skipulags- og samgönguráðs tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um leikvelli algildrar hönnunar sem er samþykkt umsvifalaust enda tillaga meirihlutans. Fulltrúi Flokks fólksins styður allt sem felst í því að svæði/tæki á leikvöllum, fjölskyldurými eða opin svæði í borgarlandinu verði hönnuð og tæki valin sem henti sem flestum hópum óháð aldri og fötlun. Segir í greinargerð með tillögunni að leiktæki eiga einnig að geta rúmað ömmur og afa, ungmenni sem og lítil börn. Hugmyndin er að öll fjölskyldan geti komið saman og leikið sér. Mitt í þessu öllu vill fulltrúi Flokks fólksins leggja áherslu fyrst og fremst á öryggisþáttinn. Minnt er á að það hafa orðið alvarleg slys á börnum í leiktækjum borgarinnar. Sem betur fer eru þau fátíð. Stöðug  vitundarvakning þarf að vera í gangi að mati fulltrúa Flokks fólksins, sinna þarf viðhaldi og reglubundnu eftirliti á tækjum og svæðum þar sem börn eru á leik og skoða þarf hin minnstu frávik. Fulltrúi Flokks fólksins vil nota tækifærið hér að leggja áherslu á að myndavélar verði settar upp á öllum leikvöllum í ljósi nýlegs atviks þar sem maður reyndi að hrifsa barn á brott sem var við leik á leikvelli.