Loftlagsbókhald Reykjavíkurborgar 2020, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 113
8. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á loftlagsbókhaldi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020.
Gestir
Stefán Þór Kristinsson frá Eflu tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikil sóknarfæri eru í orkuskiptum á höfuðborgarsvæðinu og er miður að hleðslustöðvar borgarinnar séu óstarfhæfar vegna þess að ekki var farið í útboð. Mikilvægt er að auka aðgengi almennings að hleðslustöðvum, ekki síst við fjölbýlishús. Þá ætti að fara strax í markvissa gróðursetningu eins og samþykkt var á fundi borgarstjórnar 18. júní 2019.
  • Flokkur fólksins
    Fram fer kynning á loftlagsbókhaldi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020. Stærstur hluti útblásturs í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar á sér stað vegna samgangna. Þess þá heldur er brýnt að flýta orkuskiptum. Rafbílar hafa lækkað í verði en þurfa að lækka enn meira til að fleiri hafa ráð á að kaupa þá. Því fleiri sem aka um á vistvænum ökutækjum því jákvæðari útkoma í loftslagsbókhaldi borgarinnar Aðgerðir svo sem að auka hlutdeild hjólreiða er jákvætt og ætti skipulag stíga að miðast við að hjólreiðar verði mikilvægur samgöngumáti fyrir þá sem geta og vilja notað þann samgöngumáta.  Það þarf að búa til betri innviði fyrir hjól í borginni fyrir örflæði líkt og erlendis. Fram kemur að  vegna landbúnaðar í borginni sé talsverð losun gróðurhúsalofttegunda (vísað er í svínabú innan Reykjavíkur). Varla getur það nú talist mikið í stóra samhenginu að mati fulltrúa Flokks fólksins og hvað mega þá mörg önnur sveitarfélög segja?