Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um birtingu persónuupplýsinga, umsögn - USK2020110093
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 112
1. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. júlí 2021.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Kennitölur eru ekki lengur birtar í fundargerðum en líkt og fram kemur í umsögn sviðsins er heimilt að birta nöfn þeirra sem senda erindi til borgarinnar. Það er jafnframt talið hluti af gagnsærri stjórnsýslu.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að látið verði af birtingu nafna þeirra sem senda inn kæru eða athugasemdir  til skipulagsyfirvalda. Tillagan hefur verið felld með þeim rökum að  heimilt sé að birta nöfn þeirra sem senda erindi til borgarinnar. Það er jafnframt talið hluti af gagnsærri stjórnsýslu. Fulltrúi Flokks fólksins sér þann eina tilgang með birtingu sem þessari að afhjúpa eigi nöfn þeirra sem kæra, þeirra sem skipulagsyfirvöldum finnst vera með “vesen”. Fólk hefur orðið fyrir aðkasti þar sem mál eru iðulega umdeild enda geta þau verið viðkvæm. Þótt birting nafna sé í  samræmi við lög þá finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta ósmekklegt og telur að með þessu sé verið að reyna að koma þeim sem senda inn kærur illa. Þegar fólk veit að nöfn þeirra verði opinber með kærunni hugsar það sig kannski tvisvar um áður en það kærir eða sendir inn athugasemdir. Að birta nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kærur hefur ekkert að gera með gegnsæja stjórnsýslu né gegnsætt samráðsferli. Skipulagsyfirvöld hafa þessi nöfn hjá sér og er því engin þörf að opinbera þau.