Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um birtingu persónuupplýsinga, umsögn - USK2020050071
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 112
1. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn, dags. 13. júlí 2021, frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu sviðsstjóra.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Svar sem hér er birt við fyrirspurn Flokks fólksins er frá því í maí 2020 er nú loksins lagt fram. Betra seint en aldrei. Spurt var um hvort það samræmdist persónuverndarlögum að birta nöfn þeirra sem senda inn kærur og kvartanir til skipulagsyfirvalda. Athuga ber að kærur eru merktar sem trúnaðargögn. Segir í svari að birting nafna sé í samræmi við lög. Hvað sem því þá líður finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta ósmekklegt og óttast að með þessu sé verið að reyna að koma þeim sem senda inn kærur illa? Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir aðkasti vegna þess eins að tjá sig um sínar skoðanir á stundum viðkvæmum málum þar sem nöfn þeirra eru borin á torg af skipulagsyfirvöldum. Er þetta leið til þöggunar og til að refsa þeim sem hafa aðrar skoðanir en skipulagsyfirvöld?  Að birta nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kærur hefur ekkert að gera með gegnsæja stjórnsýslu né gegnsætt samráðsferli. Skipulagsyfirvöld hafa þessi nöfn hjá sér og er því engin ástæða til að birta þau opinberlega