Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í nóvember 2019, síðast uppfært þann 21. janúar 2020 og 30. mars 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands dags. 9. mars 2020. Einnig er lögð fram skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur um fornleifaskráningu fyrir lagnaleið dags. 20. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. mars 2020. Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vísað til borgarráðs.