Hverfisskipulag - leiðbeiningar, breytingar kynntar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breytingu á leiðbeiningu hverfisskipulags um fjölgun íbúða dags. 31. maí 2021  sem felur í sér rýmri heimildir til stærðar aukaíbúðar í einbýlishúsum.
Svar

Samþykkt að auglýsa leiðbeiningar um breytingu á fjölgun íbúða á grundvelli samþykktar um málsmeðferð leiðbeininga fyrir hverfisskipulag í Reykjavíkurborg sem samþykkt var í borgarráði þann 24. janúar 2019.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.