breyting á deiliskipulagi
Gelgjutangi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 765
13. mars, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. febrúar 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. febrúar 2020 um framkvæmdaleyfi að Gelgjutanga sem felst í dýpkun innsiglingarrennu að smábátahöfn Snarfara. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu umhverfisgæða dags. 26. maí 2016, minnisblað Hnit verkfræðistofu dags. 26. febrúar 2020, vinnuteikningar Hnit verkfræðistofu dags. 25. og 27. febrúar 2020, umsögn deildarstjóra náttúru og garða dags. 9. mars 2020, ákvörðun um framkvæmd í flokki c. og umsögn Hafrannsóknastofnunar dags. 11. mars 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13.mars 2020.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.