tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, verslun og þjónusta í Ráðagerði
Seltjarnarnes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 820
14. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram erindi Seltjarnarnesbæjar, dags. 25. febrúar 2021 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 2. nóvember 2020, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér breytta landnotkun á svæði vestan Bygggarða, þar sem Ráðagerði stendur. Þar er fyrirhuguð veitingasala ásamt því að gert er ráð fyrir auknum bílastæðum. Frestur til að skila inn athugasemdum ert til 18. apríl 2021. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 14. maí 2021.
Svar

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 14. maí 2021, samþykkt.