framkvæmdaleyfi
Fossvogur, Kringlumýrarbraut og Suðurhlíð
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 629
28. apríl, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju deiliskipulagslýsing fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna, dags. október 2016. Markmið deiliskipulagsins er að tengja Kársnes með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð og jafnframt efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og á fjölbreyttara val á ferðamáta. Kynning stóð til og með 20. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir/athugasemdir: Minjastofnun Íslands, dags. 24. mars 2017, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2017, Vegagerðin, dags. 4. apríl 2017, Veitur, dags. 5. apríl 2017, Skipulagsstofnun, dags. 31. mars 2017, Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 11. apríl 2017, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. apríl 2017, Arnar Freyr Jónsson f.h. Siglingafélags Reykjavíkur ásamt viðhengi, dags. 19. apríl 2017 og Fiskistofa, dags. 27. apríl 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.