deiliskipulag
Fossvogsvegur (Vigdísarlundur)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 629
28. apríl, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga KRADS ehf. , dags. 1. desember 2016, að deiliskipulagi svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum. Megintilgangur með gerð deiliskipulagsins er að fylgja eftir áformum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um mótun byggðar í vestanverðum Fossvogi og stuðla að hæfilegri uppbyggingu á svæðinu. Horft er á svæðið í heild og uppbygging hugsuð í samhengi við nágrennið, þannig að hún styrki heildaryfirbragð svæðisins. Tillagan var auglýst frá 8. febrúar til og með 22. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haukur Örn Gunnarsson, dags. 21. mars 2017, Eva B. Helgadóttir, dags. 22. mars 2017, Arnar Ólafsson, Sigurður Morizsson og Halldór Geir Jensson f.h. eigendur að Fossvogsbletti 2 og 2A, dags. 22. mars 2017, Guðjón Þorkelsson, dags. 22. mars 2017 og Páll Guðjónsson og Þorkell Guðjónsson, dags. 22. mars 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. mars 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.