breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 881
25. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. ágúst 2022 var lögð fram umsókn Skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 16. ágúst 2022 um framkvæmdaleyfi vegna heildarframkvæmda við gerð gatna og jarðvegsskipti fyrir göngu- og hjólastíga og lagnir á Esjumelum á Kjalarnesi. Verkið felst í gerð nýrra gatna og fullnaðarfrágangi stofnlagna fráveitu, skólplagna, vatns í götustæði, stofnlagna hitaveitu, rafmagns og ljósleiðara í gangstéttarstæði, götulýsingar og heimæða aðliggjandi lóða. Einnig er lagður fram uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2022.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2022 .
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.