breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 881
25. ágúst, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslenska Gámafélagsins ehf. dags. 8. apríl 2022 ásamt bréfi ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22. Breytingin felst í skilgreiningu staðfangs hinnar sameinuðu lóðar. Í stað þess að hún beri nafnið Koparslétta 22 er lagt til að hún beri nafnið Kalkslétta 1 og munu skilmálar Kalksléttu 1 gilda fyrir hina sameinuðu lóð samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 8. júní 2022 til og með 21. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðbergur Grétar Birkisson, Anna Grétarsdóttir, Sunna Líf Elvarsdóttir, Þengill Guðbergsson, Steinn Friðgeirsson og Sigríður Ingólfsdóttir dags. 21. júlí 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.