Norðurbakki 7-9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 232
25. ágúst, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu staða framkvæmda á Norðurbakka 7 - 9. Byggingarleyfi var samþykkt 14.06.2006 og breytingar 28.11.2007. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti uppsteypu bílastæðahúss og plötu 1. hæðar eð vera lokið 1. september 2008 oog lokið við að fullgera húsið 1. október 2009. Byggingarframkvæmdir eru enn á frumstigi, einungis lokið við að steypa botnplötu og einn vegg bílastæðahúss. Í lóðarsamningi segir enn fremur að "Hafi lóðarhafi hafist framkvæmda á lóðinni, en framkvæmdir eru ekki í samræmi við framangreinda byggingarfresti, er bæjaryfirvöldum heimilt að beita ákvæðum 45. gr. og 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 97/1997 m.s.br. gagnvart vanefndum lóðarhafa." Sviðsstjóri skýrir frá við ræðum við lóðarhafa. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 19.08.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagt fram bréf Gunnars Vals Gíslasonar dags. 24.08.2009 f.h. Eyktar.
Svar

Lagt fram.