Steinhella 5, ólögleg búseta
Steinhella 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 232
25. ágúst, 2009
Annað
Fyrirspurn
Bréf barst frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglega búsetu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 15.07.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarráð gerði 11.08.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Kristinsdóttur f.h. Ljósleiða ehf dags. 11.08.2009, ar sem fram kemur að búsetan sé aðeins tímabundin.
Svar

Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarsviði að fylgjast með framvindu málsins.