Suðurgata 44, deiliskipulags breyting
Suðurgata 44
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 760
14. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Nesnúps ehf. að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Lóðamörk eru óbreytt.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og boðar til kynningarfundar í næstu viku.

Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna áformum um þéttingu byggðar við Suðurgötu 44. Reynslan hefur sýnt að við þéttingu byggðar þarf að vanda til verka og vinna með íbúunum í næsta nágrenni. Nauðsynlegt er að kynna deiliskipulagið og teikningar að húsunum ásamt framkvæmdaráætlunum oþh. fyrir íbúunum, eiga samráð og samtal þannig að íbúar geta komið með ábendingar og athugasemdir áður en formlegt auglýsingaferli fer af stað.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122537 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025964