Hækkun á frístundastyrkjum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3530
24. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
3. tl. úr fundargerð fjölskylduráðs 17. okt. sl. Tillaga Samfylkingarinnar: Samfylkingin leggur til að frístundastyrkur eldri borgara verði hækkaður til samræmis við frístundastyrk barna og ungmenna. Fjölskylduráð hefur tvívegis bókað á þá leið að frístundastyrkur eldri borgara eigi fylgja frístundastyrkjum ungmenna, annars vegar 12.01.2018 og hins vegar 15.02.2019. Skv. minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem lagt var fram á fundi ráðsins 15.02.2019 kemur fram að hækkun frístundastyrks eldri borgara úr 4.000 kr. á mánuði í 4.500 kr. á mánuði kosti rúmlega 1,7 milljónir króna á ári. Fulltrúi Samfylkingar segir já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsókn og óháðra og Viðreisnar segja nei. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn einu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi tillögu: Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga til að setja á frístundastyrk fyrir eldri borgara. Í dag er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með slíka styrki. Við erum ákaflega stolt af þessu verkefni og hversu margir nýta sér frístundastyrkinn. Frístundastyrkurinn er 4000 kr. á mánuði og verður hann óbreyttur árið 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra og Viðreisnar segja já. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Tillögunni vísað til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar 2020.