Aldraðir, heilsuefling
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3530
24. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
2. tl. úr fundargerð fjölskylduráðs 17. okt. sl. Heilsuefling eldri borgara er þróunarverkefni sem hefur fest sig í sessi í Hafnarfirði. Janus heilsuefling heldur utan um verkefnið sem hefur skilað góðum árangri. Almenn ánægja er með verkefnið meðal eldri borgara. Í ljósi þess að verkefnið er ekki lengur þróunarverkefni og er að festa sig í sessi er eðlilegt að kostnaðarþátttaka notenda aukist. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi tillögu varðandi kostnaðarþátttöku notenda: Í dag er kostnaðarþátttakan 5000 krónur. Frá og með 1. janúar 2020 verður kostnaðarþátttakan 7000 krónur. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og tillögu vísað til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar 2020.