NPA miðstöðin, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3530
24. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
4. tl. úr fundargerð fjölskylduráðs frá 17. okt. sl. Innleiðing NPA stendur yfir til ársins 2022. Hafnarfjörður er hlutfallslega með flesta NPA samninga ef horft er til samanburðarsveitarélaga. Á síðasta fundi fjölskylduráðs var tekin sú ákvörðun að stofna starfshóp sem hefur m.a. það verkefni að skoða framtíðarfyrirkomulag NPA, framkvæmd, reglur og tímagjald. Þann 1. janúar sl. var tímagjaldið í NPA hækkað úr 3660 kr. í rúmlega 4117 kr. Starfshópurinn tekur til starfa á næstu dögum og hefur hann m.a. það verkefni að skoða tímagjaldið sérstaklega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi tillögu varðandi tímagjald í NPA: Á meðan starfshópur hefur ekki lokið störfum þá verður tímagjaldið hækkað um launavísitölu frá 1. janúar 2020. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð með hliðsjón af niðurstöðum starfshóps. Tillaga samþykkt af fjölskylduráði með öllum atkvæðum og tillagan send til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar 2020.