Leikskólar, gjaldskrá
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1812
3. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.september sl. Gjaldskrá lögð fram til samþykktar.
Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn samþykki afslátt til leikskólagjalda og greiðslur til dagforeldra og tekjuviðmið.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að svohljóðandi breyting verði gerð á fyririggjandi gjaldskrá:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að skilyrðið fyrir niðurgreiðslu kostnaðar vegna dagforeldra, sem lýtur að töku fæðingarorlofs verði fellt brott. Orðin "og hafi lokið hámarks fæðingarorlofi" verði felld brott.

Rökstuðningur: Taka fæðingarorlofs ætti ekki að vera skilyrði af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, enda um að ræða áunnin réttindi á vinnumarkaði og almennt tekjulága einstaklinga.

Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug svarar næst andsvari.

Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og leggur til að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til frekari skoðunar. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen.

Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og næst Kristín María Thoroddsen. Þá svarar Guðlaug Kristjánsdóttir andsvari.

Forseti beri upp framkomna tillögu um að vísa málinu til fræðsluráðs og er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.