Samningur um rekstur frístundaheimilis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1800
14. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð fræðsluráðs 24. janúar s.l. Samningur við Barnaskóla Hjallastefnunnar um frístundaheimili lagður fram til samþykktar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar samþykkja fyrirliggjandi samning, vísa honum til bæjarstjórnar og gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun; Miðað við þær aðstæður sem skapast hafa við setningu laga um útvistun reksturs frístundaheimila, bið eftir nánari viðmiðum vegna reglna þar um frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og samræmingu á milli sveitarfélaga um gjaldtöku og rekstrarsamninga á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga, telst sanngjarnt að greiða Hjallastefnunni sambærilegar greiðslur og frístundaheimili bæjarins fá, þ.e. mismun á raunkostnaði við hvert barn skv. frístundalíkani bæjarins. Fræðsluráð samþykkir því að gera nú tímabundinn samning við Hjallastefnuna. Samningurinn taki gildi 1. ágúst 2017 og rennur út 10. júní 2018. Endurskoðun hans verði í samræmi við niðurstöður starfshóps á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem vinnur að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs á frístundaheimilum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út síðar á árinu 2018, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks. Einnig skal mat samráðshóps starfsmanna fræðsluskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu haft til hliðsjónar við endurskoðun samningsins. Einnig skal liggja fyrir fræðsluráð 10. júní 2018 úttekt á vegum Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar og fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar á rekstrarfyrirkomulagi Hjallastefnunnar í Hafnarfirði með tilliti til hið svokallaðs ,,húsnæðisgjalds' sem innheimt er af foreldrum mánaðarlega.
Fulltrúi Vinstri grænna kemur að svohljóðandi bókun; Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrri bókanir sínar. Bæði Sambandið og Ráðuneytið hafa lagt fram, greinargerðir, þar sem það kemur skýrt fram að sjálfstætt reknir grunnskólar öðlist ekki sjálfkrafa kröfu á hendur sveitarfélagi um aukin framlög til þess að veita frístundaþjónustu. Lögin eru fyrst og fremst hugsuð fyrir sveitarfélög og/eða einkarekna skóla sem ekki bjóða upp á frístundastarf fyrir yngri árganga grunnskóla. Sveitarfélaginu er þá skyldugt að fara tvær leiðir. Fyrri leiðin er sú að gera þjónustusamning við einkaaðila, gegn sanngjörnu endurgjaldi. Seinni leiðin er að hýsa þessi börn í frístundaheimilum á vegum sveitarfélagsins. Í tilfelli Barnaskóla Hjallastefnunnar þá hefur stofnunin starfrækt sitt eigið frístundaheimili frá 2006. Sem þeim er vissulega heimilað að gera. Það er því engin þörf á því að Hafnarfjörður fari í einhverjar ráðstafanir gagnvart stofnuninni.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning með 10 atkvæðum og einni hjásetu.