Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1863
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl. Breytingar og úthlutun á reitum. Lagt fram minnisblað.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 8.A verði úthlutað til óstofnaðs dótturfélags Vilhjálms ehf, áætlaður fjöldi amk. 110 íbúðir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 25.B verði úthlutað til óstofnaðs dóttur-/hlutdeildarfyrirtækis Sundaborgar ehf, í stað þróunarreits 5.A, áætlaður fjöldi íbúða er amk. 77 íbúðir.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

Á afstöðumynd af Hamraneshverfi sem fylgir gögnum þessa máls kemur fram hvernig reitum í hverfinu hefur verið ráðstafað. Í því samhengi minna fulltrúar Samfylkingarinnar á fyrri umræður um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hamranesi. Fyrri áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð voru slegnar af borðinu á seinasta kjörtímabili og því hugaður staður í Hamranesi. Á umræddri afstöðumynd sést að ákveðnum reitum verið ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Undirrituð hvetja til þess að úr því verði bætt hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað til uppbyggingar hjúkrunarheimilis í hverfinu.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson