Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1841
5. febrúar, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 8.janúar sl.
Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2018 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja nú fyrir. Einnig hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar. Erindið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráð þann 13.08.s.l. Breyting var gerð á afmörkun svæðisins. Nú er lagður fram nýr uppdráttur er sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan breyttan uppdrátt og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.