Uppbygging á hafnarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1841
5. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar sl. Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæði dags. 23.1.2020. Auk þess er lagt fram kynningarmyndband. Í fundargerð samráðsnefndar um gerð rammaskipulags Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis frá 20. janúar sl. kemur fram eftirfarandi samþykkt og tillaga: ?Samráðsnefnd samþykkir framlagða tillögu að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og vísar tillögunni ásamt greinargerð til umfjöllunar og formlegrar afgreiðslu í hafnarstjórn og skipulags- og byggingaráði.? Að auki eru vinnuheiti svæða innan rammaskipulagsins sem notuð eru í framlagðri tillögu lögð fram til umræðu og/eða samþykktar, þ.e Flensborgarhöfn, Óseyrarhverfi, Fornubúðir, Hafnartorg, Slippurinn, Hamarshöfn.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Kristínu Thoroddsen fyrir kynninguna og starfhóp um uppbyggingu á hafnarsvæði fyrir vel unnin störf. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu rammaskipulags Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis, dags. 23. janúar, og að hún hljóti meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020, í samræmi við 4.mgr. 28.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur til að samþykkt rammaskipulag Flensborgarahafnar- og Óseyrarsvæðis verði kynnt á íbúafundi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt tillögu að heiti svæða innan rammaskipulagsins. Tillaga að rammaskipulagi Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis og tillaga að heiti svæða innan þess er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúi Viðreisnar tekur undir þakkir fyrir vandaða vinnu og telur æskilegt að við framtíðar deiliskipulagsvinnu verði bílakjallarar fyrir íbúðarhúsnæði valkvæðir fremur en skylda. Nú þarf að kostnaðarmeta væntanlegar framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafna á sameiginlegum svæðum og forgangsraða þeim þannig að svæðið verði sem fyrst til fyrirmyndar hvað varðar aðgengi gangandi og hjólandi.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Kristín María til andsvars sem Adda María svarar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.