Íbúðalánasjóður, stofnframlag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1774
9. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til BRYNJU Hússjóðs vegna 3 íbúða á lóðinni Kvistarvellir 63-65. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þess alvarlega húsnæðisvanda sem fjöldi bæjarbúa býr við gagnrýnir áheyrnarfulltrúi VG að frekari tilboðum um mótframlög skuli ekki hafa verið tekið. Þetta er ámælisvert í ljósi þess að samkvæmt nýjum lögum um stofnframlög þyrfti bærinn einungis að reiða af hendi 12% af væntanlegu kaupverði félagslegra leiguíbúða og gæti því með slíkri fjárfestingu leyst vanda margfalt fleiri fjöldskyldna en ef greiða þyrfti fullt verð. Með slíku framlagi myndi hver króna áttfaldast og andvirði einnar íbúðar nægja til að leysa vanda átta fjölskyldna eða einstaklinga í bráðri neyð. Þótt ekki væri af öðru en fjárhagslegri hagkvæmni er skorað á Bæjarráð að nýta til fulls það einstæða tækifæri sem bænum er fært í hendur með hinum nýju lögum. Að öðrum kosti er fyrirsjáanlegt að húsnæðisvandinn vaxi enn frekar án þess að 88% mótframlög standi bænum til boða.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðasson svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir um fundarsköp.

Fundarhlé gert kl. 16:52, fundi er framhaldið kl. 17:04.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson um fundarsköp.

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 1. mgr. 14. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 að veitt verði 12% stofnframlag til BRYNJU Hússjóðs vegna 3 íbúða á lóðinni Kvistarvellir 63-65. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. sömu laga er stofnframlagði veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundarhlé forseta kl. 17:07, fundi framhaldið kl. 17:25