Íbúðalánasjóður, stofnframlag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1774
9. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 12% stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses vegna byggingar 32 íbúða á lóðinni Hraunskarð 2. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 1. mgr. 14. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 að veitt verði 12% stofnframlag til Almenna íbúðafélagsins hses vegna 32 íbúða á lóðinni Hraunskarði 2. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. sömu laga er stofnframlagði veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til, hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.