Fornubúðir 5, byggingaráform
Fornubúðir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1779
1. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl. Tekið fyrir að nýju. Lagt fram erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017
Skipulags- og byggingarráð fagnar því að starfsemi Hafrannsóknarstofnun muni flytja starfsemi sína í Hafnarfjörð. Mikilvægt er að vel takist til við hönnun fyrirhugaðar byggingar sem er á mjög áberandi stað á hafnarsvæðinu og blasir við miðbænum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að byggingin verði brotin upp með efni og formi og að útlitsteikningar verði lagðar fyrir ráðið.
Skipulags- og byggingarráð heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 25.janúar sl. Tekið fyrir erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017
Hafnarstjórn fagnar því að Hafrannsóknarstofnun mun flytja starfsemi sína á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar og sér í því margvísleg tækifæri til að styrkja stöðu hafnarinnar og almenna starfsemi og þjónustu á hafnarsvæðinu. Hafnarstjórn tekur undir þau sjónarmið skipulags- og byggingaráðs að vel takist til við hönnun fyrirhugaðrar byggingar sem er á mikilvægum og áberandi stað á hafnarsvæðinu og leggur áherslu á að útlitsteikningar verði kynntar fyrir hafnarstjórn. Hafnarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur upp bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarfulltrúi Unnur Lára Bryde yfirgaf fundinn kl. 16:33 og í hennar stað mætti varabæjarfulltrúi Skarphéðinn Orri Pétursson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á "Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði" í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einn er á móti og þrír sitja hjá.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931