Þéttingarsvæði, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1779
1. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl. Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 04.10.2016 var samþykkt að hefja vinnu við skipulasbreytingar á svæði við Suðurgötu 44. Lögð fram lýsing vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar lóða við Suðurgötu 44.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu fyrir óverulegar breytingar á núverandi Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Breytingarnar ná til lóða við Suðurgötu 40, 42 og 44."
Svar

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir, gerir grein fyrir breytingu sem gerð hefur verið á orðalagi þeirrar tillögu sem skipulags- og byggingarráð leggur fyrir bæjarstjórn, frá fundarboði, en um það er að ræða að tilvísun í lagaákvæði bætist við tillöguna. Gerir fundurinn ekki athugasemdir við að orðalaginu er breytt.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómassson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Magnússon. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Magnússon.

Bæjarfulltrúi Margrét Gauja víkur af fundi, sbr. 2. mgr. 16. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum lýsingu fyrir óverulegar breytingar á núverandi Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar ná til lóða við Suðurgötu 40, 42 og 44.