Vellir, stofnræsi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1814
31. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.október sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23 jan. s.l. var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið tekið til umræðu á ný. Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna málið.
Reynir Sævarsson frá Eflu kynnti stöðu verkefnisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við skipulagslýsingu og undirbúning fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og leggur til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og svo Helga Ingólfsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.