Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1814
31. október, 2018
Annað
Svar

4. 1806328 - Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 29.ágúst sl.
Lagt fram til staðfestingar.

Verklagsreglur um skólavist lagðar fram til samþykktar.

Fræðsluráð, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Samfylkingin ásamt Bæjarlistanum samþykkir verklagsreglur um skólavist Hafnfirskra grunnskólabarna og fagnar því að nú liggi fyrir reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Hafnarfjarðar. Í starfsreglum þessum er fjallað sérstaklega um rétt nemenda til að velja grunnskola sem þeim hentar, óháð skólahverfi, en skólastjórnandi skal leitast við að taka nemendur inn ef fjármagn og aðstaða er fyrir hendi. Ákvörðun skólastjóra um skólavist nemenda er stjórnsýsluákvörðun og skal ágreiningi um afgreiðslu vísað til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Að lokum kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars.

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að málinu verði vísað á ný til fræðsluráðs þar sem það verður unnið áfram. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.