Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1758
20. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð FRÆH frá 13.janúar sl. Á fundi fræðsluráðs 16. desember sl. var lögð fram áskorun frá bókasafns- og upplýsingafræðingum á skólasöfnum grunnskólanna í Hafnarfirði þar sem skorað er á fræðsluyfirvöld að tryggja skólasöfnum meira fjármagn til bókakaupa því það gæti haft úrslitaáhrif á læsi barna í Hafnarfirði. Skólastjórar grunnskólanna ítrekuðu þetta á fundi með bæjarstjóra og sviðsstjóra þann 5. janúar sl. Á fundi bæjarstjóra og sviðsstjóra með leikskólastjórum þann 6. janúar sl. lýstu leikskólastjórar áhyggjum sínum vegna þess að of lítið fjármagn væri ætlað til kaupa á bókum og föndurefni. Fræðsluráð tekur undir þessi sjónarmið og í ljósi verkefnisins um bættan námsárangur í Hafnarfirði þar sem megináhersla er á læsi og stærðfræði er eftirfarandi tillaga lögð fram: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auka fjárveitingar til bókakaupa í leik- og grunnskólum og kaupa á föndurvörum í leikskólum um 50%. Eins að veita fjármagni til bóka- og bíóhátíðar barnanna sem fyrirhuguð er í febrúar. Alls er lagt til að 3.600 þús. kr. verði veitt í þessu skyni og skiptis upphæðin þannig: Kaup á bókum og föndurvörum í leikskóla 1.500 þús. kr. Kaup á bókum fyrir grunnskóla 1.400 þús. kr. Bóka- og bíóhátíð barnanna 700 þús. kr. Samtals 3.600 þús. kr.“
Tillagan verði fjármögnuð með hluta þeirrar hagræðingar sem fékkst umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun með útboðum á ýmsum þjónustuþáttum vegna leik- og grunnskóla.
Tillagan er samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.
Svar

Eyrún Ósk Jónsdóttir tekur til máls undir fundarsköpum og lýsir sig vanhæfa til að meðferðar þessa mál og víkur sæti og yfirgefur fundarsal undir þessum lið.

Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.


Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.