Suðurgata 41, St. Jósefsspítali
Suðurgata 41
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1758
20. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Hafnarfjarðarbær leysi til sín fasteignirnar Suðurgötu 41 og 44 og felur bæjarstjóra samningaviðræður við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins.
Greinargerð: Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Fjármálaráðuneytisins um framtíð bygginga St. Jósefsspítala. Á sama tíma hafa fasteignirnar verið auglýstar til sölu af hálfu ríkisins. Á fundi bæjarstjórnar þann 14. október síðastliðinn var samþykkt að óska eftir því við ríkið að skipuð yrði forvalsnefnd sem hefði það verkefni að finna fasteignunum nýtt og viðeigandi hlutverk. Þeirri beiðni var synjað. Í framhaldinu hefur verið farið ítarlega yfir möguleikana í þessari stöðu. Niðurstaða bæjarstjórnar er að óska eftir því að fá að leysa eignirnar til sín svo tryggt sé að bærinn fái forræði yfir framtíðarhlutverki fasteignanna. Það er óásættanlegt að húsin standi áfram auð og brýnt að starfsemi komist aftur í þau. Með þessari tillögu vill bæjarstjórn tryggja að bærinn fái forræði yfir framtíðarhlutverki Suðurgötu 41 og 44 og að það verði í þágu nærsamfélagsins. Kaupum bæjarins á eignarhlut ríkisins yrði fylgt eftir með stofnun forvalsnefndar um framtíðarnýtingu fasteignanna.
Svar

Eyrún Ósk Jónsdóttur kemur á fundinn að nýju.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur Kristinn Andersen.

Tilagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122534 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025963