Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1758
20. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FJÖH frá 15.janúar sl. Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ráðið samþykkir jafnframt að settur verði saman hópur þriggja starfsmanna, eins frá fjölskyldusviði og tveggja frá fræðslu- og frístundasviði, til að fylgja eftir og halda utan um verkefni framkvæmdaáætlunarinnar.
Svar

Kristín María Thoroddsen tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Kristín María Thoroddsen kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Til andsvars öðru sinni kemur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar. Til máls tekur öðru sinni Kristín María Thoroddsen.

Framlögð framkvæmdaáætlun samþykkt um 11 samhljóða greiddum atkvæðum.