Strandgata 26-30, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1753
14. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 22.sept. sl.
Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Sviðsstjóri greindi frá fundi með forsvarsmönnum Fjarðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við húsfélag Fjarðar og lóðarhafa Strandgötu 26-30 um frágang og aðkomu að kjallara.
Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Strandgötu 26-30 og að málinu verði lokið samkvæmt 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Svar

Einar Birkir Einarsson vék af fundi kl. 15:40. Borghildur Sturludóttir tók sæti hans á fundinum.
Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í samþykkt skipulags- og byggingarráðs um "Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting." þann 22.9. sl. segir: "Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við húsfélag Fjarðar og lóðarhafa Strandgötu 26-30 um frágang og aðkomu að kjallara.“
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tryggt verði að lóðarhafi Strandgötu 26-30 leggi til (kostar) aðgangstýringar á hurð frá bílakjallara Fjarðargötu 13-15 að efri hæðum hússins þannig að lokað sé fyrir aðgengi utan opnunartíma fyrirtækja í Firði. Lóðarhafi Strandgötu 26-30 greiðir allan kostnað vegna framkvæmda við tengingu bílakjallara Strandgötu 26-30 við Fjarðargötu 13-15, t.d. hugsanlegan flutning lagna, og greiðir jafnframt aukinn rekstrarkostnað við bílakjallara Fjarðargötu 13-15 sem af tengingunni hlýst.
Samkomulag þessa efnis verði borið undir umhverfis- og framkvæmdarráð til staðfestingar."

Borghildur Sturludóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls.Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.