Siðareglur kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1753
14. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 12.okt.sl. Siðareglur kjörinna fulltrúa tekið fyrir að nýju. Forsetanefnd vísar drögum að siðareglum kjörinna fulltrúa til umræðu í bæjarstjórn
Svar

Elva Döggg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls.Einar Birkir Einarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Í störfum sínum skulu kjörnir fulltrúar koma fram af drengskap og háttvísi og sýna hver öðrum, íbúum, starfsmönnum og viðskiptavinum bæjarfélagsins fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þeir skulu hafa hugfast að orðspor allra kjörinna fulltrúa byggist á framgöngu sérhvers kjörins fulltrúa.

Grein 2 myndi því hljóða í heild sinni svona:

2. gr.
Starfsskyldur kjörinna fulltrúa
Kjörnir fulltrúar skulu í störfum sínum fylgja lögum, reglum og samþykktum Hafnarfjarðarbæjar, sem og sannfæringu sinni. Þeim ber að gæta almannahagsmuna og hagsmuna sveitarfélagsins.

Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þ.m.t. gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku á grundvelli lögmætra og málefnalegra sjónarmiða.

Í störfum sínum skulu kjörnir fulltrúar koma fram af drengskap og háttvísi og sýna hver öðrum, íbúum, starfsmönnum og viðskiptavinum bæjarfélagsins fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þeir skulu hafa hugfast að orðspor allra kjörinna fulltrúa byggist á framgöngu sérhvers kjörins fulltrúa.

Kjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera reiðubúnir að rökstyðja ákvarðanir sínar og tilgreina þá þætti sem ákvarðanir þeirra eru byggðar á. Þeir skulu bera ábyrgð gagnvart bæjarbúum í heild sinni og svara fyrirspurnum almennings um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar.

Kjörnum fulltrúum ber að virða fjárhagsáætlun og grundvallarreglur um fjármálastjórn sem tryggja réttmæta og ábyrga meðferð á almannafé sveitarfélagsins.

Adda María Jóhannsdóttir tók til máls. Einar Birkir Einarsson kom að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdótir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins. Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði til að liðnum yrði vísað aftur til forsetanefndar.
Elva Dögg Ásudóttir Kristindóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins. Einar Birkir Einarsson kom í andsvar.Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Einar Birkir Einarsson kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom í andsvar. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.
Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar.Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók til máls.
Bæjarstjjórn samþykkir með 10 samhjóða atkvæðum að vísa liðnum aftur til forsetanefndar