Suðurgata 41, St. Jósefsspítali
Suðurgata 41
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1753
14. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 8.okt.sl. Lagt fram afrit af svari Minjastofnunar Íslands til Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala frá 12. ágúst 2015 varðandi varðveislumat á sjúkrahús- og skólabyggingum við Suðurgötu 41 og 44.
Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarráð samþykkir að kalla eftir því að ríkið taki ábyrgð á framtíð bygginga St. Jósefsspítala og skipuð verði forvalsnefnd með fulltrúum beggja aðila sem fái það verkefni að finna fasteignunum nýtt og viðeigandi hlutverk í þágu nærsamfélagsins í Hafnarfirði. Í vinnu sinni skuli nefndin horfa til alls skipulagssvæðisins sem tilheyrir spítalanum og byggingum hans í samráði við hagsmunaaðila. Fyrsta verkefni nefndarinnar verði að undirbúa og hrinda í framkvæmd forvalsferli þar sem áhugasömum aðilum skal gefið tækifæri til að leggja fram hugmyndir sínar að framtíðarnýtingu fasteignanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu erindi þessa efnis og vinna að framgangi málsins en tekur ekki afstöðu til þeirra krafna sem fram koma í erindi Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala.
Geinargerð: Hingað til hefur öllum hugmyndum og tillögum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um mögulega nýtingu á húsnæði St. Jósepsspítala verið hafnað. Hafa byggingarnar verið látnar standa auðar allt frá því að starfsemi St. Jósepsspítala var lögð niður í kjölfar sameiningar við Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Óskum bæjarins um að fá fasteignirnar til umráða hefur hingað til sömuleiðis verið synjað af hálfu ríkisins. Bæjarráð getur ekki fallist á það að byggingarnar standi áfram auðar og í niðurníðslu og leggur því til að málið verði sett í ofrangreindan farveg með von um að hægt verði að vinna málið hratt og vel og í góðu samstarfi aðila.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Borghildur Sturludóttir tók til máls. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins.Helga Ingólfsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122534 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025963