Sólvangssvæði norður, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 324
11. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Höfn-öldrunarmiðstöð leggur 26.04.13 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á Sólvangssvæði norður.
Svar

SBH heimilar Höfn að leggja fram tillögu að deiliskipulagi þar sem þess verði gætt að að skilgreina vel verkefnið og samtenginu við þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Einnig er bent á að æskilegt er að áfangaskipta verkefninu og nauðsynlegt að vinna það í samvinnu við lóðarhafa.
Hluti tillögunnar er á svæði þar sem ekki er gert ráð fyrir byggingarlóð og er ekki mælt með að byggt sé á þeim hluta lóða nema þá á því svæði sem nú þegar er notað er bílastæði. Þá er fyrirhugað byggingarland á hraunsvæði sem myndar gott verðurskjol og þarf að skoða nánari útfærslu á fyrirhuguðum byggingarreit.