Hverfisgata 23,breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 324
11. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Frestað á síðasta fundi. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Svar

Meirihluti skipulags og byggingarráðs, fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna, hafna erindinu eins og það liggur fyrir þar sem stækkun er vel umfram þau almennu viðmið og markmið sem sett eru um stækkun og breytingar á húsum í eldri byggð í Hafnarfirði og er þá m.a. vísað í stefnumótun um húsvernd frá 2002 og deiliskipulagsskilmála fyrir Suðurbæinn, Miðbær- Hraun (2011, skilmálar fyrir eldri byggð), Hverfisgata- Austurgata milli Mjósunds og Gunnarssunds (2011) Suðurgata- Hamarsbraut (2011) ofl. Þá felur tillagan í sér talsverða útlitsbreytingu sem hefur áhrif á götumynd, sem felst m.a. í hækkun húss um 90 cm og gerð kvists við götu. Hins vegar má útfæra stækkun húss baka til í lóðina í samræmi við það sem gert hefur verið víða í húsum sem standa við Hverfisgötu, sé þess gætt að hlutföll og götumynd breytist ekki nema að óverulegu leyti og að hlutfall stækkunar sé í samræmi við meginmarkmið þau sem fram koma í stefnumótun um húsverndun frá 2002, en Hverfisgata 23 á því svæði sem í skýrslunni er tekið fram að njóta skyldi mestar verndar í skipulagi bæjarins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu 23 vera í góðu samræmi við nærliggjandi byggð og falla vel inn í götumyndina. Páll V. Bjarnason, arkitekt, hönnuður breytinganna er einn helsti sérfræðingur landsins í endurgerð gamalla húsa og nýtur virðingar sem slíkur. Minjastofnun Íslands (áður Húsafriðunarnefnd) hefur úrskurðað að við fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu 23 mun upprunaleg húsgerð halda sér og gerir ekki athugasemdir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirhugaðar breytingar þar sem þær hafa fengið jákvæða umsögn frá fagaðilum og eru til þess fallnar að auka lífsgæði íbúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að synjun meirihlutans á umsókn eiganda að Hverfisgötu 23 um breytingar séu byggðar á huglægu mati og ekki sé farið eftir ráðum sérfróðra aðila.