Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl. Stefán Veturliðason VSB kynnti grófhönnun brautarinnar.
Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning deiliskipulags fyrir brautina. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir Ásvallabraut milli Skarðshlíðar og Áslands 3.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, þá Ólafur Ingi Tómasson, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, síðan tók Margrét Gauja Magnúsdóttir við stjórn fundarins að nýju.

Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls,síðan Geir Jónsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.