Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl. Tekin fyrir að nýju tillaga VA-arkitekta dags. 25.11.2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins. Kynningarfundur var haldinn 18.11.13. Skipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust. Frestað á síðasta fundi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar, sem verði tekin á dagskrá þegar staðfesting aðalskipulags hefur verið birt í b-deild Stjórnartíðinda:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu deiliskipulags fyrir Selhraun norður dags. 25.11.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað, Kristinn Andersen kom að andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andisvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu.