Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1809
22. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
14.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.júní sl. Afgreiðslu deiliskipulags Ásvallabraut var frestað á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 20. júní s.l. og vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Erindi lagt fram á ný ásamt athugasemdum sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dagsetta 25. apríl 2018 og vísar málinu aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn og leggur til að erindið verði samþykkt. Skipulags- og byggingarráð leggur til að málið verði tekið fyrir eftir sumarleyfi bæjarstjórnar eða 22. ágúst nk.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Þá tekur Ólafur Ingi til máls öðru sinni. Adda María kemur upp til andsvars.

Helga Ingólfsdóttir tekur næsta til máls. Einnig Guðlaug Kristjánsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson. Ólafur Ingi kemur næst til andsvars við ræðu Friðþjófs.

Næst tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að erindinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga 123/2010 og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðslu.