Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1809
22. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð skipulags-og byggingaráðs frá 14.ágúst sl. Með úrskurði ÚUA þann 12. júlí s.l. var samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 felld úr gildi. Jafnframt var samþykkt byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 27 mars s.l. á umsókn um byggingu skrifstofu- og rannsóknarhúss sem tengist sjávarútvegi felld úr gildi.
Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 12 júlí s.l. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar breytingu á greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 um landnotkunarflokk H. Lýsing skipulagsverkefnisins dags 19.07.2018 samanber 1. mgr. 30 gr. sömu laga var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20.07.2018. Jafnframt lagt fram deiliskipulag lóarinnar Fornubúða 5 dags. 10.08.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða: "Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars. Ólafur Ingi svarar andsvari. Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars. Ólafur Ingi svarar andsvari.

Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls. Einnig Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir með 9 greiddum atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5. Adda María Jóhannsdótttir og Jon Ingi Hákonarson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931