Suðurbær nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 11.mars sl. Skipulags- og byggingarsvið kynnti tillögu að deiliskipulagi. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnti husaskráningu fyrir svæðið. Kynningarfundur var haldinn 22.10.2013 og farið var yfir innkomnar ábendingar við vinnslu tillögunnar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið með áorðnum breytingum verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Suðurbæjar dags. 05.03.14 verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.