Kjaradeila ríkisins og félags framhaldsskólakennara, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
Forseti kynnti eftirfarandi tillögu:
"Í ljósi aðstæðna og óvissu um framhald kjaradeilu ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum beinir bæjarstjórn því til Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að sett verði á fót verkefnastjórn sem fái það hlutverkað meta þörf fyrir og hrinda í framkvæmd viðeigandi úrræðum til stuðning þess hóps sem hætta er á að flosni upp úr námi eða verði fyrir öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum verkfalls ef það dregst á langinn."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen tók þá til máls, Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni,einnig kom Margrét Gauja Magnúsdóttir að andsvari og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Margrét Gauja Magnúsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.