Lónsbraut, bátaskýli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1705
22. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð SBH frá 14.maí sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að svörum við athugasemdum sem Skipulags- og byggingarráð samþykkti á síðasta fundi. Lagður fram leiðréttu uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að ljúka málinu með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:" Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi við Suðurhöfn vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.