Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1705
22. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
12. liður úr fundargerð SBH frá 14. maí sl. Tekið fyrir erindi Hrafnkels Proppe f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu barst í tölvupósti 23.04.13. Óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðar varðandi breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og fleiri sveitarfélaga. Óskað er eftir umsögn 21. maí eða fyrr. Bæjarráð vísaði 02.05.13 erindinu til umsagnar Skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að tillagan verði auglýst. Hafnarfjörður telur þær áherslur á þéttingu byggðar og vistvæna nálgun sem fram koma í aðalskipulagi Reykjavíkur vera mjög jákvæðar. Hins vegar má benda á, að sú stefna að 90% íbúða verði byggðar á núverandi svæðum innan Reykjavíkur og reikna má með að 50% íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði byggðar í Reykjavík, vekur spurningar um eftirspurn og dreifingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjörður fagnar þeim fyrirætlunum Kópavogs að friða strendur í Skerjafirði og Kópavogi. Hafnarfjörður telur enn fremur að mjög varlega þurfi að fara í allar framkvæmdir á Þríhnúkasvæðinu, þar sem umferð mun aukast til muna verði af þeim framkvæmdum. Mikilvægt er að olíuflutningabílum sé ekki beint á Bláfjallaveginn, og er lagt til að Reykjavík og Hafnarfjörður loki veginum fyrir slíkri umferð. Hafnarfjörður hefur áður beint því til Vegagerðarinnar að mikilvægt sé að laga axlir Bláfjallavegarins til að lágmarka skaða af hugsanlegri bílveltu þar.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu með þeirri breytingu að í stað orðsins bæjarráð komi bæjarstjórn.