Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi
Bjarkavellir 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1675
29. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl. Tekin fyrir beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilaði 10.1.2012, breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi dags. 08.02.12.
Meirihluti skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu til breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 3, Hafnarfirði í samræmi við uppdrátt dags. 8. febrúar 2012 í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa í fyrri bókun dags. 10. jan. sl.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Gert stutt fundarhlé. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja benda á það að ekki er gert ráð fyrir þeim byggingum sem hér um ræðir í fjárhagsáætlun 2012 og verður ákvörðun um framkvæmdir ekki tekin öðruvísi en að fjármunum verði ráðstafað til þeirra á þeim vettvangi. Afstaða er því ekki tekin hér til byggingar leikskóla á þessu stigi. Vegna deiliskipulagsbreytingar úr leik- og grunnskóla í 4 deilda leikskóla bendum við á mikilvægi þess að tryggt verði að grenndarsamfélagið sem hagsmuna eigi að gæta fái vandaða kynningu á fyrirhugaðri breytingu á skólafyrirkomulagi hverfisins, ef til framkvæmda kemur."


Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:
"Breyting þessi myndi létta talsvert á umferð á svæðinu og minnka byggingarmagn á reitnum. Enn fremur er því beint til fræðsluráðs að fara nú þegar í skoðun á skiptingu skólahverfa á Völlum með þegar fyrirhugaða uppbyggingu hverfisins á næstu árum í huga.
Gagnrýni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi það að ekki sé gert ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í fjáhagsáætlun fyrir árið 2012 á ekki við þar sem ekki er stefnt að framkvæmdum fyrr en í fyrsta lagi 2013 og að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir þeirri framkvæmd þegar þar að kemur."
Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),
Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign).