Samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1675
29. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl. Tekið fyrir að nýju erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2022, mál. 393. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að umsögn. Þorsteinn Hermannsson, skipulagsverkfræðingur frá innanríkisráðuneytinu kom og gerði grein fyrir samgönguáætlun.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar sameiginlegri umsögn til bæjarstjórnar.
Svar

Forseti bar fram tillögu um að 5. og 6. liður í dagskrá yrðu teknir sameiginlega til umræðu. Ekki bárust athugasemdir við tillöguna og taldist hún samþykkt.

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða umsögn með 11 samhljóða atkvæðum.