Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1675
29. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl. Kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir eftirlaunasjóðinn. Bæjarráð vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir fundarsköpum. Geir Jónsson tók til máls að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.

Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 16:20. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.

Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd.

Forseti bar upp tillögu um að framlögð samþykkt fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar verði samþykkt. Samkvæmt beiðni bæjarfulltrúans Guðmundar Rúnars Árnason var tillagan afgreidd með eftirfarandi nafnakalli:

Sigríður Björk Jónsdóttir, Já
Valdimar Svavarsson, Greiðir ekki atkvæði
Rósa Guðbjartsdóttir, Greiðir ekki atkvæði
Ólafur Ingi Tómasson, Greiðir ekki atkvæði
Geir Jónsson, Greiðir ekki atkvæði
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Já
Guðmundur Rúnar Árnason, Já
Guðfinna Guðmundsdóttir, Já
Helga Ingólfsdóttir, Greiðir ekki atkvæði
Eyjólfur Sæmundsson, Já
Margrét Gauja Magnúsdóttir, Já

Tillagan telst samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu ekki atkvæði.

Gert stutt fundarhlé.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mjög brýnt að fyrir liggi skýringar á því hvort og hvernig brugðist var við ítrekuðum athugasemdum sem endurskoðendur gerðu við rekstur og stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á síðastliðnum árum áður en nýjar samþykktir sjóðsins eru afgreiddar frá bæjarstjórn. Umfjöllun úttektarnefndar um lífeyrissjóði
er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Sjóðurinn tapaði hlutfallslega næst mestu allra lífeyrissjóða í landinu og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við verklag og ferla í stjórnun sjóðsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að að Samfylkingin í Hafnarfirði ber ábyrgð á þeirri slæmu stöðu, þar sem fyrrverandi bæjarstjóri Samfylkingarinnar
lýsa allri ábyrgð á þeirri slæmu stöðu Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar sem raun ber vitni og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna á fyrrverandi bæjarstjóra Samfylkingarinnar og meirihluta stjórnar sjóðsins sem síðastliðin 10 ára hefur verið skipuð tveimur fulltrúm Samfylkingarinnar. en það sem í raun er alvarlegra er að meirihluti Samfylingarinnar svaf á verðinum varðandi eftirlaunaskuldbindingar vegna fyrrum starfsmanna Byrs sparissjóðs. Þær skuldbindingar gætu fallið á bæjarsjóð og gætu numið á milli 1500 og 2000 milljónum."


Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:
"Það er með ólíkindum hvernig bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma fram í þessu máli. Það hefur verið til umfjöllunar í alllangan tíma og engar hugmyndir komið frá Sjáflstæðisflokknum aðrar en að fresta afgreiðslunni á síðustu stundu, við síðari umræðu. Þar með reyna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bregða fæti fyrir umbætur sem allir eru sammála um að séu nauðsynlegar. Rangar fullyrðingar í bókun Sjálfstæðisflokksins og framganga þeirra í þessu máli dæma sig sjálfar. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG til bókunar á síðasta fundi bæjarstjórnar."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),
Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign).