Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1706
5. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 29.maí sl. og 3.liður úr fundargerð SBH frá 28.maí sl. Fulltrúi Eflu ehf mætir til fundarins og kynnir drög að aðgerðaráætlun vegna hávaða í Hafnarfirði samkvæmt til skipun EU 2002/49/ec fyrir árin 2013-2018. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að aðgerðaráætlun verði auglýst til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdaráð og skipulags- og byggingaráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa til kynningar aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.