Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1706
5. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.maí sl. Tekið fyrir að nýju. Farið yfir helstu breytingar.
Bæjarráð vísar samþykktunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Annar varaforseti, Sigríður Björk Jónsdóttir, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen tók til máls. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari.
Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Kristinn Andersen tók til máls og gerði grein fyrir minniháttar breytingu á 39. gr. samþykktarinnar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.